LBHÍ og ráðuneytið styrkja samstarf – mikilvægt fyrir atvinnulíf í Ölfusi
Undirritaður hefur verið nýr samningur milli atvinnuvegaráðuneytisins og Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) um rannsóknir, þróun og ráðgjöf á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu fyrir árin 2025–2027.
Landbúnaðarháskólinn, sem er einn af stofnendum Ölfus Cluster, mun meðal annars vinna að verkefnum sem snúa að:
- loftslagsmálum og sjálfbærni,
- nýtingu lífræns áburðar og lífrænni framleiðslu,
- tæknilausnum í landbúnaði.
Samstarfið er mikilvægt innlegg í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi, þar sem nýsköpun og sjálfbær matvælaframleiðsla eru í forgrunni. LBHÍ mun einnig veita stjórnvöldum sérfræðiráðgjöf og taka þátt í stefnumótunarvinnu í landbúnaði.
Heimild: Fréttatilkynning frá Atvinnuvegaráðuneytinu, 12. júní 2025.
