Ölfus Cluster vinnur að uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu en með sérstakri áherslu á sjálfbæra matvælaframleiðslu. Starfsvæðið er sveitafélagið Ölufs en verkefnin teygja sig víða um land og þá sérstaklega Suðurland.
Stefnt er á að verkefni Ölfus Cluster verði fjölbreytt og mis umfangsmikil, allt frá því að vera stórar umsóknir í hina ýmsu alþjóðlegu sjóði og í að vera ráðgjöf til aðila sem óska eftir því að hefja starfsemi á svæðinu.
Ölfus Cluster veitir ráðgjöf á sviði atvinnumála almennt en með áherslu á umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Starfssvæðið er allt Suðurland með megin áherslu á Ölfus og nærliggjandi sveitafélög. Ráðgjöfin felst í aðstoð við stofnun og rekstur fyrirtækja á starfssvæðinu, svo sem við markaðssókn, vöruþróun og nýsköpun og aðstoð við gerð umsókna til fjármögnunar á einstaka verkefnum.