Atvinnustefna Ölfss

ÍBÚAKÖNNUN - Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Með því að taka þátt í íbúakönnun samþykkir þátttakandi að unnið sé með svör hans í samræmi við tilgang könnunar. Unnt er að afturkalla samþykki þar til könnun er formlega lokið. Til að afturkalla samþykki skal senda erindi á netfangið personuvernd@olfus.is. Afturköllun samþykkis er háð því að mögulegt sé að finna til svör sem rekjanleg eru niður á þátttakanda.

Könnunin fer fram í gegnum spurningaforritið SurveySparrow. Að henni lokinni eru upplýsingar teknar saman af Ölfus Cluster og sendar Sveitarfélaginu Ölfus. Öllum upplýsingum er í kjölfarið eytt úr SurveySparrow.
Upplýsingar um afstöðu íbúa til atvinnumála í sveitarfélaginu verða opinberar. Sveitarfélaginu Ölfus ber að varðveita gögn í sinni vörslu sem varða atvinnustefnu sveitarfélagsins. Skilaskyld gögn eru að endingu afhent Héraðsskjalasafni Árnesinga þar sem þau eru varðveitt til frambúðar.

Ölfus Cluster ses. telst ábyrgðaraðili könnunar í skilningi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Sveitarfélagið Ölfus er ábyrgðaraðili hvað varðar gögn í vörslu sveitarfélagsins.
Einstaklingar eiga ýmis réttindi samkvæmt persónuverndarlögum, svo sem rétt til að andmæla, takmörkunar, leiðréttingar, eyðingar (ef við á), aðgangs að gögnum o.fl. Vilji þáttakandi nýta réttindi sín, eða kalla eftir frekari upplýsingum sem varða könnun, skal senda erindi á persónuverndarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss í gegnum netfangið personuvernd@olfus.is.
Auk framangreinds getur þáttakandi sent inn kvörtun til Persónuverndar telji hann á sér brotið í skilningi persónuverndarlaga.

Atvinnustefna Ölfuss

Kæri íbúi Ölfuss,

Við bjóðum þér að taka þátt í að móta framtíð atvinnulífsins í sveitarfélaginu okkar. Atvinnustefnan þarf að eiga rætur í nærumhverfinu þannig að hún endurspegli þarfir, áherslur og væntingar samfélagsins í heild. Frá ykkur viljum við safna saman hugmyndum og fá ólík sjónarhorn upp á yfirborðið. Innlegg þitt skiptir máli varðandi mótun stefnu og forgangsröðun verkefna. Það er okkar trú að með samvinnu og góðri þátttöku munum við gera leiðarvísir að blómlegu atvinnulífi, heilbrigðu umhverfi og sterku samfélagi.

Með vinaþeli,
Elliði Vignisson

OLFUSCLUSTER.SURVEYSPARROW.COM

Könnunin verður opin til 25. mars og er bæði hægt að taka hana á íslensku og ensku. Þar sem að um að ræða grunn að mikilvægri stefnumótunarvinnu hvetjum við ykkur til að gefa ykkur góðan tíma til að svara. Ef einhverjar spurningar vakna þá er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið: pmj@olfus.is