Starfsfólk og stjórn

Ölfus Cluster hefur á að skipa einvala hópi fólks með mikla reynslu úr atvinnulífinu, opinberri stjórnsýslu og rannsókna- og fræðastarfi. 

Starfsfólk ÖC

Hér er framlína Ölfus Cluster og er þér velkomið kynna þér störf okkar hér á síðunni en þér er einnig velkomið að vera í sambandi við okkur til þess að fræðast frekar um starfsemi Ölfus Cluster.

Páll Marvin Jónsson

Framkvæmdastjóri

Páll hefur víðamikla reynslu í stjórnun verkefna og í að draga saman þekkingu og færni ólíkra aðila til að vinna að lausnum og nýsköpun. 

Kolbrún Hrafnkelsdóttir

Verkefnastjóri

Kolbrún er reyndur stjórnandi með yfirgripsmikla þekkingu á sviði viðskiptaþróunar, fjármögnunar og reksturs.

ÖC

Stjórnin okkar

Stjórn er kjörin á ársfundi ÖC og kemur hún úr hópi stofnfélaga eða með tilnefningu frá stofnaðilum.

Hópurinn hefur þá sameiginlegu sýn hjá Ölfus Cluster að efla og styðja við atvinnulífið á svæðinu með hugmyndafræði hins græna og bláa hagkerfis að leiðarljósi.

Elliði Vignisson

Bæjarstjóri Ölfus

Elliði er stjórnarformaður ÖC, hann er sálfræðingur að mennt og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Áshildur Bragadóttir

Nýsköpunar- og þróunarstjóri

Áshildur er viðskiptafræðingur með MSc í Stjórnun og stefnumótun. Hún hefur víðtæka stjórnunarreynslu frá stórum og smáum fyrirtækjum og stofnunum.

Jóhannes Gíslason

Forstöðumaður sölu- og markaðssviðs

Jóhannes starfar sem forstöðumaður sölu og markaðsmála hjá GeoSalmo. Hann er með meistaragráðu í alþjóða viðskiptafræði og býr yfir mikilli reynslu í sölu og markaðssetingu á eldisfiski.  

Unnur Brá Konráðsdóttir

Lögfræðingur

Unnur starfar nú hjá ráðuneyti  Umhverfis-, loftslags- og orkumála en hún er fyrrum  sveitarstjóri Rangárþings eystra og sat á alþingi fyrir Suðurkjördæmi.

Grétar Ingi Erlendsson

Markaðsstjóri

Grétar starfar sem markaðsstjóri hjá Black Beach Tours en er jafnframt formaður Bæjarráðs Ölfus. Hann er einnig fyrrum snillingur í körfubolta.

Hafsteinn Helgason

Framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar

Hafsteinn er verkfræðingur, starfar sem ráðgjafi EFLU á sviði nýsköpunar- og viðskiptaþróunar. Hann hefur komið að fjölmörgum nýsköpunar- og þróunarverkefnum ásamt ýmsum verkefnum er snúa að orkuskiptum, vetnisframleiðslu og framleiðslu rafeldsneytis samgangna.

Jens Garðar Helgason

Framkvæmdastjóri

Jens Garðar er með háskólagráðu í stjórnun og  MBA-gráðu í Sea­food Mana­gemen. Hann hefur m.a. setið í stjórn Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri  ICE FISH FARM.