Eva Lind Guðmundsdóttir gengur til liðs við Ölfus Cluster
Ölfus Cluster hefur fengið öflugan liðsstyrk með ráðningu Evu Lindar Guðmundsdóttur sem verkefnastjóra. Eva býr yfir fjölbreyttri reynslu úr fiskeldi, gæðastjórnun og náttúruvísindum, auk þess að hafa tekið virkan þátt í nýsköpun og stefnumótun í sjávarútvegi.
Eva Lind er með háskólamenntun í líftækni og sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað hjá fyrirtækjum á borð við Kaldvík og Arnarlax þar sem hún sinnti margvíslegum verkefnum á sviði gæða, umhverfisvöktunar, fiskheilbrigðis og samskiptum við eftirlitsstofnanir. Þá hefur hún einnig komið að rannsóknum á villtum laxfiskum hjá Náttúrustofu Vestfjarða og kennt náttúruvísindi og stærðfræði í grunnskóla.
Á síðustu árum hefur Eva einnig setið í stjórn Lagarlífs – ráðstefnu um nýsköpun og þróun í fiskeldi – þar sem hún hefur tekið þátt í að skipuleggja viðburði í samstarfi við fjölbreytta aðila úr atvinnulífinu. Hún hefur að auki aflað sér sérhæfðrar þekkingar á sviði öryggismála og vinnuverndar.
„Við erum mjög spennt að fá Evu Lind til liðs við okkur,“ segir Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Ölfus Cluster. „Hún kemur með sterka þekkingu á þeim sviðum sem skipta okkur miklu máli – nýsköpun, sjálfbærni og samhengi atvinnulífs og náttúru.“
Páll Marvin
Eva er þekkt fyrir skipulagshæfileika, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og leggur ríka áherslu á fagleg samskipti og jákvæð samfélagsáhrif. Við bjóðum Evu Lind innilega velkomna til starfa hjá Ölfus Cluster!
