Upplýsingar
- Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn
- + 354 694 1006
- info@olfuscluster.is
Strákarnir í Varmaorku komu í heimsókn í ráðhúsið í Þorlákshöfn til að kynna humyndir um að virkja lághita til raforkuframleiðslu í Ölfusi. Ásamt undirrituðum sátu fundinn Gunnlaugur Jónasson og Elliði Vignisson frá Ölfus en Grímur Björnsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Hermann Baldursson og Dario Ingi Di Rienzo sátu fundinn fyrir hönd Varmaorku. Að fundi loknum kíktu þeir félagar við í Ölfus Klasann til að kanna aðstæður í Verinu. Á myndinni undirstrika með handsali framkvæmdastjórar ÖC og Varmaorku vilja til samstarfs um uppbyggingu á orkuvinnslu fyrir verkefni innan Ölfus.