Samtal um framtíð Þorlákshafnar – Í Versölum18. september

Samtal um framtíð Þorlákshafnar – íbúafundur í Versölum í dag 18. september

Hvernig lítur draumasamfélagið þitt út? Kannski sérðu fyrir þér fallegar göngu og hjólaleiðir meðfram sjónum, fjölbreytt og lifandi miðbæjarlíf eða nýjan uppáhalds leikvöll. Kannski langar þig einfaldlega að halda í það sem þegar gerir Þorlákshöfn sérstaka.

Nú gefst íbúum tækifæri til að segja sína sögu.
Miðvikudaginn 18. september kl. 17:00–18:30 verður haldinn íbúafundur í Versölum þar sem allir áhugasamir geta komið saman til að ræða framtíð bæjarins. Á meðan á fundinum stendur verður boðið upp á hressingu og afslappað andrúmsloft.

Að baki verkefninu standa M.Sc. nemendur í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) ásamt leiðbeinendum sínum. Þau vinna að því að prófa nýjar leiðir til að hlusta á raddir íbúa, safna hugmyndum og tengja saman ólík sjónarmið. Hugmyndirnar verða síðan unnar áfram og kynntar íbúum og skipulagsyfirvöldum í lok árs – sem mögulegir skipulagskostir fyrir framtíðar Þorlákshöfn.

Þetta er tækifæri til að leggja sitt af mörkum, því að framtíðin verður til í samtali – og samtalið byrjar núna.

Ef þú vilt vita meira er hægt að senda fyrirspurnir á Hörpu Stefánsdóttur prófessor í skipulagsfræði (harpastefans@lbhi.is).