Carbfix kynnti á fundi í Ölfusi þann 18. ágúst áform um uppbyggingu CODA Terminal stöðvar á Nessandi. Um er að ræða móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO₂) sem verður leyst upp í vatni og dælt niður í basalt þar sem það steinrennst á innan við tveimur árum.
CODA Terminal er framhald af árangursríku verkefni Carbfix á Hellisheiði og markmið stöðvarinnar er að stuðla að loftslagsbata með varanlegri bindingu CO₂ sem ekki er hægt að koma í veg fyrir með orkuskiptum.
Áætlað er að verkefnið skapi um 700 bein og óbein störf á framkvæmdatíma og tryggi gjaldeyristekjur sem nemur allt að 10 milljörðum króna á ári. Svæðið verður jafnframt þannig úr garði gert að það verður aðgengilegt almenningi sem útivistar og fræðslusvæði.
Góð mæting var á fundinn og að honum loknum sköpuðust líflegar umræður. Þá gafst fundarmönnum einnig tækifæri til að ræða við sérfræðinga Carbfix og spyrja frekari spurninga um verkefnið.
Umhverfismatsferlið er nú hafið og matsáætlun hefur verið auglýst í Skipulagsgátt til kynningar og umsagna til 27. ágúst 2025.
Upptöku frá fundinum má sjá hér: HLEKKUR Á STREYMIÐ FRÁ FUNDINUM.


