Hver við erum
Sveitarfélagið Ölfus er samfélag ríkt af náttúruauðlindum og hefur innleitt stefnu um grænan vöxt í skipulagi sínu um auðlindanýtingu og aukna framleiðni. Með því hefur sveitarfélagið komið á fót vettvangi eða klasa (Ölfus Cluster) fyrir bæði aðfangakeðju- og virðiskeðjufyrirtæki, þar sem markmiðið er að tryggja að matvæli og iðnaðarafurðir séu framleiddar á skilvirkan og sjálfbæran hátt innan sveitarfélagsins.
Ölfus Cluster ses. (ÖC) er félag án hagnaðarsjónarmiða og var stofnað árið 2021. Stofnendur Ölfus Cluster eru alls 23 talsins og eiga það sameiginlegt að starfa innan Ölfus eða vinna að tímabundnum verkefnum í samstarfi við fyrirtæki eða stofnanir á svæðinu. Stofnaðilar ÖC koma úr helstu stoðum íslensks efnahagslífs. Auk sveitarfélagsins Ölfus eru þar meðal annars háskólar, rannsóknastofnanir, tæknifyrirtæki, verkfræðistofur, matvælaframleiðendur, framleiðendur gasa og grænnar orku, auk tæknifyrirtækja á sviði rafeldsneytis.
Framtíðarsýn okkar
Framtíðarsýn ÖC er að skapa vistkerfi þar sem fyrirtæki, frumkvöðlar og rannsóknastofnanir mynda öfluga heild og viðurkenna styrkinn sem felst í samstarfi, þar sem hver og einn býr yfir hæfni og þekkingu sem saman lyftir öðrum. Með þessum hætti, gagnvart ytri samkeppni, stuðlar sameiginleg þekking og færni innan vistkerfisins að samkeppnisforskoti einstakra aðila.
Tilgangur okkar
Tilgangur ÖC er að efla atvinnusköpun, nýsköpun og rannsóknir með áherslu á Ölfus-svæðið. ÖC vinnur í nánu samstarfi við sveitarfélagið og atvinnulífið og býr yfir víðtækri þekkingu á innviðum svæðisins.
Hlutverk okkar
Hlutverk ÖC er að styðja og hvetja til nýsköpunar með því að veita eða miðla sérhæfðri og sérsniðinni ráðgjöf og þjónustu til aðila á svæðinu og þannig örva fyrirtæki til nýsköpunar. ÖC stuðlar að stefnumótandi samstarfi með því að leiða saman fyrirtæki með samverkandi hæfni og ferla, með það að markmiði að ýta undir myndun nýrra klasa og/eða styrkja þá sem fyrir eru.
Virðisviðmið okkar
Lausnamiðuð, Sérhæfð þekking, Stuðningsrík, Skilvirk teymisvinna, Framsækin, Vöxtur að leiðarljósi, Virðing fyrir einstaklingnum, Skuldbundin, Samfélagslega ábyrg, Skapandi, Trúverðug, Áreiðanleg, Traustvekjandi, Framsýn, Kraftmikil, Samkvæm, Nýskapandi, Heiðarleiki / ráðvendni, Leiðtogahæfni, Tryggð, Samkeppnishæf, Áhugasöm.
Dæmi um yfirstandandi verkefni
- Skipulagning og uppbygging grænna iðngarða í Ölfusi
- Í aðalskipulagi Ölfus er 579 hektara landsvæði ætlað undir græna iðngarða.
- Áhersla er lögð á sjálfbærni og leiðir hringrásarhagkerfisins.
- Markmiðið er að skapa samfélag fyrirtækja sem sækjast eftir bættri umhverfis- og efnahagslegri frammistöðu með samstarfi um nýtingu auðlinda og meðhöndlun úrgangs.
- Skógræktar- og landgræðsluverkefnið Þorláksskógar
- Verkefnið var sett af stað árið 2016 í samstarfi Skógræktarinnar, Landgræðslu Íslands og sveitarfélagsins Ölfus.
- Svæðið nær yfir 4.620 hektara og skiptist í birkiskóg (sem bindur um 5,5 tonn CO₂ á hektara á ári) og skóglendi með blönduðum trjátegundum (sem bindur um 10 tonn CO₂ á hektara á ári).
- Allur skógurinn gæti þannig bundið um 33.000 tonn af CO₂ á ári. Miðað við 50 ára tímabil gæti heildarkolefnisbinding skógarins numið allt að tæplega 1,7 milljónum tonna af CO₂ og orðið þar með mikilvægur þáttur í bindingu kolefnislosunar á Íslandi.
- Greining á orkuþörf og leiðum til orkuflutninga innan Ölfus
- Söfnun gagna um orkuþörf fyrirtækja og stofnana innan sveitarfélagsins.
- Viðhalda opnum samskiptum við lykilstofnanir og fyrirtæki varðandi orkuflutninga og orkuframleiðslu.
- Meta þörf fyrir uppbyggingu og efla raforkuflutningskerfi og innviði í tengslum við orkunotkun innan sveitarfélagsins.
- Hvetja til öflunar og framleiðslu grænnar orku til notkunar í verkefnum innan sveitarfélagsins og þannig stuðla að sjálfbærni sveitarfélagsins hvað varðar græna orku.
- Atvinnustefna sveitarfélagsins Ölfus
- Vinna að mótun atvinnustefnu sveitarfélagsins með hliðsjón af óskum íbúa og annarra hagaðila.
- Tryggja tengingu við aðrar gildandi stefnur og áætlanir sveitarfélagsins.
- Leggja fram aðgerðaáætlun til eftirfylgni með stefnunni.
- Þátttaka í verkefninu Terraforming Life
- Verkefnið miðar að því að hanna, byggja, hámarka, innleiða og staðfesta nýja tækni sem stuðlar að því að takast á við áskoranir tengdar fiskeldi og landbúnaði, loftslagsbreytingum og endurnýtingu úrgangs. Byggt á líkani hringrásarhagkerfisins mun verkefnið hvetja til framleiðslu á áburði innan ESB með því að umbreyta aukaafurðum í hentug næringarefni fyrir tilteknar ræktunartegundir við staðbundnar aðstæður eða til útflutnings.
- Skipulags- og stefnumótunarvinna varðandi stjórnun og nýtingu grunnvatnsauðlinda innan Ölfus.
- Verkefnið felst leið nýtingu fyrirtækja og stofnana sem nýta grunnvatn á iðnaðar- og atvinnulóðum í og við Þorlákshöfn.
- Markmið klasans er að hafa yfirsýn og stýra nýtingu grunnvatnsauðlinda á svæðinu.
- Tilgangurinn er að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og þar með rekstraröryggi þeirra aðila sem nýta grunnvatn í starfsemi sinni.
- Klasinn mun bora rannsóknarholur og setja upp mælibúnað til að meta áhrif vatnstöku á grunnvatnsstöðu á svæðinu, sem og til að mæla breytingar á ýmsum efnafræðilegum þáttum grunnvatnsins.
- Klasinn mun setja upp líkön og greina gögnin. Niðurstöður verða vistaðar í gagnagrunni sem verður aðgengilegur opinberum eftirlitsaðilum.
- Uppbygging fræðslu-, tækni- og þekkingarseturs með áherslu á að styðja við atvinnulíf á svæðinu.
Okkar teymi
ÖC starfsfólk
- Páll Marvin Jónsson
- Framkvæmdarstjóri
- Eva Lind Guðmundsdóttir
- Verkefnastjóri – Grænir Iðngarðar
Stjórn ÖC – stefnumótendur okkar og leiðbeinendur
- Elliði Vignisson –Stjórnarformaður
- Bæjarstjóri Ölfus
- Árni Hrannar Haraldsson
- Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar
- Helga Kristín Jóhannsdóttir
- Viðskiptaþróunarstjóri hjá Orku náttúrunnar
- Hrafnhildur Árnadóttir
- Framkvæmdarstjóri Freezedry
- Grétar Ingi Erlendsson
- Markaðsstjóri, Black Beach Tours
- Formaður Bæjarráðs Ölfus
- Haukur Þór Haraldsson
- Viðskiptaþróunarstjóri, Verkís