Opinn kynningarfundur um vindorkukost í Ölfusi

Vindorkufyrirtækið wpd Ísland býður íbúum Ölfuss á opinn kynningarfund þann 6. mars frá kl. 16:00-19:00.

Fundurinn verður haldinn í Versölum í ráðhúsi Ölfuss þar sem fulltrúar wpd Ísland munu veita áhugasömum upplýsingar um fyrirhugaðan vindorkukost og áætlun um áframhaldandi rannsóknir hans.

 Vindorkukosturinn hefur heitið Þorlákshafnargarður og er fyrirhugaður á Hafnarsandi, norðan suðurstrandarvegs í Ölfusi. Íbúar eru velkomnir í Versali í spjall þegar þeim hentar en formleg kynning vindorkukostsins hefst kl. 17:00. Sýnt verður frá kynningunni í streymi en skráning í streymið fer fram hér: https://forms.office.com/e/KwTQnMUZKS 

Dagskrá fundarinns er eftirfarandi: 

  • Kl. 16-17 Opið hús
  • Kl. 17-18 Kynning á fyrirhuguðum vindorkukosti 
  • Kl. 18-19 Spurningar úr sal og af netinu, opið hús

QR - skráning í streymi að fundinum