Upplýsingar
- Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn
- + 354 694 1006
- info@olfuscluster.is
Ráðstefnan Lagarlíf, um eldi og ræktun, verður haldin 28. – 29. október á Grand Hótel í Reykjavík. Mikill uppgangur er í íslensku fiskeldi og var útflutningsverðmæti greinarinnar í fyrra yfir 30 milljarðar króna, og um 11,5 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðung þessa árs, eða um 9% af heildarútflutningi landsmanna. Ljóst er að mikill vöxtur er í fiskeldi sem þegar er orðin ein af stoðgreinum útflutnings og má búast við innan fárra ára að greinin skili álíka verðmætum og þorskurinn gerir í dag. En bak við þessa velgengni eru mörg vel borguð störf og umtalsverð afleidd verðmætasköpun. Fiskeldi er mikilvægt fyrir mörg þjónustufyrirtæki sem nú blómstra sem aldrei fyrr. Til viðbótar má bæta því við að fiskeldið hefur byggst upp á stöðum þar sem stöðnun og samdráttur hafði verið um áratuga skeið, og snúið byggðaþróun rækilega við á Vestfjörðum og Austfjörðum. Ræktun í legi er talin lausn framtíðar fyrir matvælabúskap jarðarbúa og mikil tækifæri í áframhaldandi þróun atvinnugreinarinnar.