Viðburður

Samráðsfundur varðandi Kolefnisförgunarstöð í Ölfus

Fundurinn er hugsaður fyrir hagaðila, eða aðila sem eru að nýta vatn í sinni framleiðslu.

Sveitarfélagið Ölfus og Carbfix ehf. hafa skrifað undir viljayfirlýsingu varðandi það að skoða fýsileika þess að koma upp Kolefnisförgunarstöð í Ölfusi í nálægð við Þorlákshöfn. Þess skal getið hér að um er að ræða viljayfirlýsingu og án allra skuldbindinga. Vatnið er gríðarlega mikilvæg auðlind og mikið í húfi hjá öllum þeim sem eruð að nýta grunnvatn á svæðinu. Það er því eðlilegt að spurningar vakni þegar ný verkefni eða nýjar framkvæmdir fara af stað sem mögulega geta haft áhrif á þennan sameiginlega grunnvatnsforða.


Við viljum því bjóða ykkur á fund með m.a. sérfræðingum Vatnaskila og Orkuveitunnar til þess að fara yfir fræðin á bak við kolefnisförgun með niðurdælingu á CO2 og áhættuna gagnvart grunnvatnstöku á svæðinu. Við stefnum á að halda fundinn 4. mars kl. 13:00 í Ráðhúsi Ölfus.
Vinsamlegast staðfestið móttöku þessa pósts og þá hvort þið sjáið ykkur fært að mæta eða senda fulltrúa.

Vinsamlegast skráðu þig á fundinn:

QR-kóði fyrir Samráðsfundur varðandi Kolefnisförgunarstöð í Ölfus
terminalMineralisation