Spennandi framtíðarstarf hjá First Water

– Sérfræðingur í sjálfvirkum stjórnkerfum

Ölfus Cluster vill vekja athygli á spennandi starfi sem First Water býður nú upp á, þar sem fyrirtækið leitar að sérfræðingi í sjálfvirkum stjórnkerfum til að styrkja ört vaxandi tæknisvið sitt. Starfið er í boði annað hvort í höfuðstöðvum félagsins í Kópavogi eða á starfsstöð þess í Þorlákshöfn.

First Water – nýsköpun, sjálfbærni og uppbygging á Suðurlandi

First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi með nýjustu tækni og sjálfbærni að leiðarljósi. Fyrirtækið leggur áherslu á að nýta náttúruauðlindir Íslands á ábyrgan hátt og byggja upp örugga og hágæða matvælaframleiðslu með lágmarks umhverfisáhrifum.

Uppbygging First Water í Þorlákshöfn er eitt stærsta atvinnu- og innviðaverkefni svæðisins þessa dagana og mun skapa fjölmörg störf á næstu árum. Fyrirtækið leggur jafnframt mikið upp úr öflugum mannauði, fagmennsku og nýsköpunarmenningu.

Um starfið – lykilhlutverk í tæknilegri uppbyggingu

First Water leitar að sérfræðingi með reynslu í forritun og gangsetningu stjórnkerfa í fjölbreytt og krefjandi starf á tæknisviði. Starfið felur í sér þátttöku í mikilvægri uppbyggingu og rekstri stjórnkerfa fyrirtækisins, sem skipta lykilmáli í starfrækslu landeldisins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Forritun á stýrivélum og tengdum búnaði
  • Forritun og viðhald SCADA skjámyndakerfa
  • Skipulagning prófana og gangsetningar stjórnkerfa
  • Þátttaka í umbótaverkefnum
  • Greining gagna og tölulegrar úrvinnslu

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun á sviði rafmagns-, tækni- eða verkfræði
  • Reynsla af forritun stýrivéla og SCADA-kerfa
  • Reynslan af gangsetningu og prófunum stjórnkerfa er kostur
  • Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
  • Frumkvæði og sterk umbótahugsun

Umsóknarfrestur og upplýsingar

Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Jessen, framkvæmdastjóri tæknisviðs, [email protected]

👉 Hlekkur á starfið: https://jobs.50skills.com/firstwater/is/39007/