Starfið og bakhjarlar
Bakhjarlar og stofnaðilar ÖC vinna að sjálfbærri uppbyggingu atvinnulífs til framtíðar.
Bakhjarlar og stofnaðilar ÖC eru fyrirtæki og opinberir aðilar sem taka virkan þátt í markvissri uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu og vilja leggja sitt af mörkum til langtímaþróunar þess. Með sameiginlega sýn er lögð áhersla á að skapa stöðugt og jákvætt umhverfi þar sem atvinnulíf getur vaxið og þroskast, studd af nýsköpun, samstarfi og samfélagslegri ábyrgð, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og skýra áherslu á framgang græna og bláa hagkerfisins.
Verkefni
Allt frá stórum alþjóðlegum verkefnum til vöruþróunar og/eða nýsköpunar í samstarfi við fyritæki og frumkvöðla.
Ráðgjöf
Á sviði atvinnumála, við stofnun og rekstur fyrirtækJa með áherslu á umhverfisvæna matvælaframleiðslu.
Samstarf
Vettvangur samstarfs og samvinnu fyrirtækja og stofnanna á svæðinu með áherslu á græna og bláa hagkerfið.