Starfsfólk og stjórn

Ölfus Cluster hefur á að skipa einvala hópi fólks með mikla reynslu úr atvinnulífinu, opinberri stjórnsýslu og rannsókna- og fræðastarfi. 

Starfsfólk ÖC

Hér er framlína Ölfus Cluster og er þér velkomið kynna þér störf okkar hér á síðunni en þér er einnig velkomið að vera í sambandi við okkur til þess að fræðast frekar um starfsemi Ölfus Cluster.

Páll Marvin Jónsson

Framkvæmdastjóri

Páll hefur víðamikla reynslu í stjórnun verkefna og í að draga saman þekkingu og færni ólíkra aðila til að vinna að lausnum og nýsköpun. 

Eva Lind Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

Eva Lind mun hefja störf í september 2025. Eva lind hefur menntun í líftækni og sjávarútvegsfræði. Hún býr yfir fjölbreyttri reynslu úr fiskeldi og hefur komið að gæðamálum, rannsóknum og nýsköpunarverkefnum.

Stjórnin okkar

Stjórn er kjörin á ársfundi ÖC og kemur hún úr hópi stofnfélaga eða með tilnefningu frá stofnaðilum.

Hópurinn hefur þá sameiginlegu sýn hjá Ölfus Cluster að efla og styðja við atvinnulífið á svæðinu með hugmyndafræði hins græna og bláa hagkerfis að leiðarljósi.

Elliði Vignisson

Bæjarstjóri Ölfus

Elliði er stjórnarformaður ÖC, hann er sálfræðingur að mennt og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Árni Hrannar

Framkvæmdastjóri

Með bakgrunn í efnafræði og rekstrarverkfræði hefur Árni komið víða við í stýringu aðfangakeðja, framleiðslu og rekstri, og mun sú þekking nýtast vel í áframhaldandi uppbyggingu Ölfus Cluster. Árni starfar nú sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar og deilir sýn klasans um ábyrga auðlindanýtingu og sjálfbærar lausnir framtíðarinnar.

Helga Kristín Jóhannsdóttir

Viðskiptaþróunarstjóri hjá Orku náttúrunnar

Helga hefur starfað bæði á sviði opinberrar stefnumótunar og innan framsækinna orkufyrirtækja og hefur verið virk í að móta framtíðarsýn um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Með þátttöku sinni í Ölfus Cluster leggur hún áherslu á tengingu við nýsköpun, kolefnishlutleysi og ábyrga auðlindanýtingu í þágu samfélagsins.

Sigrún Gunnarsdóttir

Sölu- og markaðsstjóri

Sigrún er lögfræðingur að ment og starfar sem sölu og markaðsstjóri RST Net. RST Net er ráðgjafa og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í orkuiðnaði.

Hrafnhildur Árnadóttir

Framkvæmdastjóri

Hrafnhildur er frumkvöðull að upplagi en hún er m.a. stofnandi og framkvæmdastjóri Frostþurrkunar.

Grétar Ingi Erlendsson

Markaðsstjóri

Grétar starfar sem markaðsstjóri hjá Black Beach Tours en er jafnframt formaður Bæjarráðs Ölfus. Hann er einnig fyrrum snillingur í körfubolta.

Haukur Þór Haraldsson

Viðskiptaþróunarstjóri

Haukur Þór stundaði nám í líffræði og viðskiptafræði og starfar nú sem Viðskiptaþróunarsjóri hjá Verkís.