Störf í boði hjá First Water
📢 First Water auglýsir tvö spennandi störf í Þorlákshöfn
Fyrirtækið First Water, framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki í landeldi laxins, leitar nú að öflugu starfsfólki til að styrkja teymið sitt við starfsemi sína á Laxabraut í Þorlákshöfn. First Water leggur ríka áherslu á gott starfsumhverfi og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í framleiðslu sinni.
Starfsfólk í framleiðsluferli
– Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er bæði á dag- og næturvöktum.
– Helstu verkefni fela í sér slátrun, fóðrun, eftirlit með lífmassa, mælingar og þrif á búnaði.
– Stundvísi, vandvirkni og áhugi á dýrum og sjálfbærni eru meðal lykilkrafna, og reynsla af samskonar starfi er kostur.
👉Starfsfólk í framleiðsluferli – Umsóknarfrestur er til 21. desember.
Næturvaktarfólk í viðhaldsteymi
– Fyrirtækið leitar að iðnmenntuðum eða handlögnum einstaklingi í viðhald þar sem unnið er á næturvöktum.
– Starfið felur í sér almennt viðhald á véla- og tæknibúnaði, þróun viðhaldsstjórnunarkerfa og rekstur kerfa tengdum slátrun á laxi.
– Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, skipulag og frumkvæði.
👉 Næturvaktarfól í viðhaldsteymi – Umsóknarfrestur er til 21. desember.
