Starf í boði hjá Thor Salmon

Thor Salmon leitar að liðsauka í nýbyggða seiðastöð sína á Laxabraut.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ummönnun seiða og almenn fiskeldisstörf
  • Eftirlit með lífmassa og búnaði
  • Bakvakt ein vika í mánuði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla af fiskeldi er kostur
  • Stundvísi, dugnaður og áhugi
  • Búseta í Ölfusi er skilyrði
  • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði í starfi og umbótahugsun
  • Jákvæðni og hæfni í samskiptum

Góð laun eru í boði fyrir réttan aðila.

Thor Salmon

Thor Salmon er landeldisfyrirtæki í Þorlákshöfn sem leggur áherslu á umhverfisvænt og stöðugt laxeldi á landi. Fyrirtækið nýtir hreint sjóvatn sem kemur náttúrulega gegnum hraunlög og skapar góð skilyrði fyrir heilbrigðan vöxt og gæði í framleiðslu.

Markmið Thor Salmon er að byggja upp fyrsta flokks landeldisfyrirtæki með nútímalegri tækni, lágmarks umhverfisáhrifum og fagmennsku á öllum stigum. Fyrirtækið vinnur að því að skapa verðmæti í samfélaginu og styðja við atvinnuuppbyggingu í Ölfusi.

Nánari upplýsingar

Jónatan Þórðarson – framkvæmdastjóri fiskeldis
📧 [email protected]
📞 696 1964