Þorlákshöfn – Byggð á tímamótum

Sýning Arkitektanema LHÍ í Versölum

Þriðja árs arkitektanemar við Listaháskóla Íslands bjóða til sýningar á verkefnum sínum sem unnin hafa verið í haust og fjalla um bæjarþróun Þorlákshafnar. Nemendur gerðu fjölbreytta greiningu á bænum út frá ólíkum sjónarhornum og unnu í framhaldinu einstaklingsverkefni byggð á fimm mismunandi viðfangsefnum. Verkefnin varpa ljósi á tækifæri og áskoranir í uppbyggingu samfélagsins og þeim breytingum sem framtíðin gæti borið í skauti sér.

Sýningin fer fram í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss.

Opnun:
Föstudaginn 21. nóvember kl. 17:00–19:00

Opnunartímar:
Mánud.–fimmtud. 24.–27. nóvember kl. 08:00–16:00
Föstudag 28. nóvember kl. 08:00–13:00

Öllum er boðið að koma og kynna sér hugmyndir næstu kynslóðar arkitekta um framtíð Þorlákshafnar.