
Metár í uppgræðslu og aukin áhersla á lífrænar lausnir
Umfangsmikil uppgræðsla og ný áhersla á lífrænan áburð í Þorláksskógum Verkefnisstjórn Þorláksskóga fundaði á Selfossi 18. nóvember 2025 þar sem farið var yfir framkvæmdir ársins
Þekkingarsetur Ölfus Cluster
Stórt, langtímamiðað verkefni í skógrækt og landgræðslu.
Þorláksskógar er umfangsmikið skógræktar- og landgræðsluverkefni sem byggir á langtímasamstarfi og markvissri uppbyggingu lands. Verkefnið sameinar endurheimt vistkerfa, kolefnisbindingu og sjálfbæra landnýtingu með það að markmiði að skapa varanlegan ávinning til framtíðar.
Þorláksskógar er samstarfsverkefni sem hófst formlega árið 2016 og er unnið í samstarfi sveitarfélagsins Ölfus og Lands og Skóga. Ölfus Cluster fer með verkefnið fyrir hönd sveitarfélagsins Ölfus. Verkefnið nær yfir alls 4.620 hektara landsvæði þar sem unnið er markvisst að uppgræðslu lands og uppbyggingu skóglendis.
Svæðið skiptist annars vegar í birkiskóg og hins vegar í skóglendi með blönduðum trjátegundum. Horft er til langs tíma í uppbyggingu svæðisins og lagt upp með aðgerðir sem styðja bæði við náttúru og samfélag.
Þorláksskógar er þar með einn stærsti einstaki þátturinn í kolefnisbindingu á svæðinu og mikilvægt framlag til loftslagsaðgerða á Íslandi.
Heildar stærð svæðis
Áætluð árleg kolefnisbinding
Möguleg binding á 50 ára tímabili
Á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á styrkingu gróðurs á rýru landi til að draga úr sandfoki og bæta skilyrði fyrir frekari uppbyggingu skóglendis.
Á árunum 2023 og 2024 var tilbúnum áburði dreift á um 440 hektara lands vestan við gamla veg upp Hafnarsand. Jafnframt var unnið að uppgræðslu á Kambinum austan við Þorlákshöfn, þar sem áburði var dreift á um 24 hektara til að minnka líkur á sandfoki í átt að byggð og golfvelli.
Vorið 2024 var einnig dreift kjötmjöli á um 43 hektara lands til að styrkja gróður þar sem hann hafði farið að láta á sjá.
Myndirnar sýna mögulega þróun gróðurs á Hafnarsandi – frá hrjóstrugu sand- og melasvæði yfir í gróið og lifandi landslag. Með markvissri landgræðslu og skógrækt er unnið að endurheimt vistkerfa, kolefnisbindingu og aukinni seiglu gegn loftslagsbreytingum. (Myndir 2–4 eru gerðar með gervigreind.)
Skógrækt er einn af lykilþáttum Þorláksskóga. Á árunum 2023 og 2024 voru gróðursettar alls 166.710 trjáplöntur og græðlingar innan verkefnasvæðisins. Árið 2022 voru þar að auki gróðursettar 171.284 trjáplöntur.
Mikil áhersla hefur verið lögð á þátttöku sjálfboðaliða, íþróttafélaga og hópa í fjáröflun, sem hafa gegnt lykilhlutverki í gróðursetningu. Gróðursett er aðallega á svæðum sem áður hafa verið grædd upp með grassáningu og áburðargjöf.
Heildarkostnaður við landgræðslu- og skógræktaraðgerðir á árunum 2023 og 2024 nam um 51,5 milljónum króna. Stærsti kostnaðarliðurinn var kaup á trjáplöntum og gróðursetning þeirra, en einnig var umtalsverður kostnaður vegna áburðardreifingar og umsýslu verkefnisins.
Slæmt aðgengi að hluta svæðisins hefur í gegnum tíðina hamlað framkvæmdum. Til að bregðast við því var ráðist í slóðagerð haustið 2022, þar sem lagður var grunnur að betra aðgengi að uppgræðslu- og skógræktarsvæðum.
Slóðinn er alls um 10 km að lengd, þar af hefur vikur verið lagður á um 4,6 km. Verkefnið var unnið í samstarfi sveitarfélagsins Ölfuss, Lands og Skóga og fleiri aðila og hefur bætt aðgengi verulega fyrir áframhaldandi framkvæmdir.
Þorláksskógar er langtímaverkefni sem byggir á stöðugri vinnu, samvinnu og faglegri nálgun.
Verkefnið sýnir hvernig markviss skógrækt og landgræðsla geta stuðlað að kolefnisbindingu, endurheimt vistkerfa og sjálfbærri nýtingu lands til framtíðar.

Umfangsmikil uppgræðsla og ný áhersla á lífrænan áburð í Þorláksskógum Verkefnisstjórn Þorláksskóga fundaði á Selfossi 18. nóvember 2025 þar sem farið var yfir framkvæmdir ársins

Mikil uppbygging fram undan í Þorláksskógum árið 2025 Verkefnastjórn Þorláksskóga kom saman til fundar 12. mars 2025 þar sem farið var yfir stöðu verkefna, árangur