Verið Vinnustofa í Ölfusi

Sveigjanleg náms- og vinnuaðstaða

Fyrir nemendur, frumkvöðla og fyrirtæki.

Verið er hluti af Ölfus Cluster, samfélagi sem styður við nýsköpun, atvinnulíf og menntun á svæðinu. Með samstarfi við m.a. Háskólann á Akureyri bjóðum við upp á aðstöðu þar sem nemendur geta tekið próf og sinnt námi í faglegu og hvetjandi umhverfi – nær heimabyggð.

Fyrir háskólanema

Samstarf við Háskólann á Akureyri tryggir að próftaka fari fram samkvæmt reglum skólans. Nemendur við aðra háskóla eru einnig velkomnir að nýta les- og vinnuaðstöðu í Verinu gegn vægu gjaldi.
Markmið okkar er að gera háskólanám sveigjanlegra og aðgengilegra fyrir alla sem vilja byggja framtíð sína í heimabyggð.

Fyrir frumkvöðla og fyrirtæki

Í Verinu er einnig boðið upp á skrifstofu- og vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla, sjálfstætt starfandi og fyrirtæki með starfsfólk í fjarvinnu.
Þótt rýmið sé ekki stórt leggjum við áherslu á að skapa þægilegt, skapandi og faglegt umhverfi sem styður við daglega vinnu, tengslamyndun og nýsköpun.

Allt sem þú þarft til árangursríkrar vinnu

Við bjóðum upp á fullbúna vinnuaðstöðu þar sem hvert skrifborð er útbúið lyklaborði, mús og góðum skjá til að tryggja þægileg og skilvirk vinnuskilyrði. Fyrir þá sem vilja aukið næði eru einnig tveir hljóðeinangraðir mudebox-klefar á staðnum, hentugir fyrir fjarfundi, upptökur eða einbeitt vinnu án truflana.

Óstaðbundin störf í Verinu – tækifæri fyrir ríkisstofnanir

Ríkisstofnanir geta sótt um styrk í gegnum verkefnið Óstaðbundin störf hjá Byggðastofnun til að koma á fót starfsstöð í Verinu, vinnustofu Ölfus Cluster.

Verið býður ríkisstofnunum upp á: 

  • Faglegt og hvetjandi starfsumhverfi í hjarta Ölfuss.
  • Samstarfsvettvang stofnana, frumkvöðla og fyrirtækja.
  • Sveigjanlega aðstöðu fyrir starfsstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins.

Sækja um styrk

Verkefnið er í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og stefnumótandi byggðaáætlun sem Alþingi samþykkti fyrir tímabilið 2022–2036. Markmiðið er að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni með fjölbreyttum störfum og styrkja þannig búsetu í byggðum landsins.

Með verkefninu er annars vegar stutt við uppbyggingu vinnustaðaklasa víðs vegar um landið og hins vegar komið til móts við einskiptiskostnað vegna starfa sem staðsett eru í slíkum klösum eða öðrum starfsstöðvum utan atvinnusóknar höfuðborgarsvæðisins.

Á þjónustukorti Byggðastofnunar má sjá fleiri staði sem henta fyrir starfsstöðvar óstaðbundinna starfa.

➡️ Opna þjónustukortið, velja flipann Stjórnsýsla og haka við Húsnæði f. óstaðbundin störf.

Nánari upplýsingar veitir Eva Lind: 
Netfang: [email protected]
Staðsetning:
Ölfus Cluster
Ráðhúsinu, Hafnarbergi 1
815 Þorlákshöfn