Upplýsingar
- Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn
- + 354 694 1006
- info@olfuscluster.is
Vinnustofan Verið
Eins og fram hefur komið þá mun Landsbankinn færa sig um set innanhúss í ráðhúsinu að Hafnarbergi 1 og verður núverandi aðstaða Landbankans gerða að skrifstofuhóteli. Skrifstofhótelið hefur fengið vinnuheitið Vinnustofan Verið og stefnt er að því að opna 1. nóvember nk.
Í Verinu verður veitt fjölbreytt þjónusta til þeirra sem nýta aðstöðuna, hvort sem um er að ræða nemendur sem nýta aðstöðuna tímabundið, fyrirtæki sem taka rými á leigu til lengri tíma eða tímabundið fyrir fjarvinnu eða fundi. Við teljum að þörfin sé til og vonumst eftir góðri þátttöku. Ljóst er að starfsemin mun taka einhvern tíma að full mótast og þróast í takt við þarfir notenda. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér möguleikana sem eru í boði að vera í sambandi við undirritaðann með tölvupósti á netfangið pmj@olfus.is eða í síma 694-1006.
Framkvæmdastjóri Ölfus Cluster
Páll Marvin Jónsson