Samkvæmt mati Ráðgjafafyrirtækis KPMG á efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelberg Materials í  Þorlákshöfn geta heildartekjur sveitarfélagsins numið 488 – 788 milljónum króna á ári. Tekjumyndunin yrði fyrst og fremst á formi útsvars starfsmanna, fasteignaskatta og hafnargjalda. Þetta kemur fram í grein eftir forstjóra Hornsteins, Þorstein Víglundsson, í Hafnarfréttum.

Ljóst er að ef af verður er hér um að ræða stórt og mikið verkefni sem kallar á töluverða innviðauppbyggingu hjá sveitafélaginu til að mæta þörfum fyrirtækisins, starfsmanna og tengdri þjónustustarfsemi. Alls er áætlað að 60 bein störf geti skapast strax og að afleidd störf geti orðið 50.

Nánari upplýsingar má sjá í Hafnarfréttum.