Föstudaginn 12. febrúar undirrituðu Bjarni Guðmundsson , framkvæmdastjóri Samtaka Sunnlenskra Sveitafélaga og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra samstarfssamning um stofnun áfangastaðastofu á starfssvæði samtakanna.

Þetta mun vera annar samningur ráðuneytisins um stofnun áfangastaðastofu í landshlutunum en sveitafélögin á Vestfjörðum voru fyrst til að staðfesta samning um áfangastaðastofu. Á Vestfjörðum er gert ráð fyrir að stofan verði rekin sem deild innan Vestfjarðarstofu og taki við verkefnum Markaðsstofu Vestfjarða.