Atvinnustefna Ölfuss 2025–2030 samþykkt af bæjarstjórn

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt atvinnustefnu sveitarfélagsins fyrir árin 2025–2030 á fundi sínum 11. desember 2025. Samþykktin markar mikilvægt skref í mótun skýrrar framtíðarsýnar fyrir atvinnulíf í Ölfusi. Stefnan er heildstæður leiðarvísir sem styður við markvissa og sjálfbæra uppbyggingu, eflir fjölbreytt atvinnulíf og skapar betri forsendur fyrir stöðugleika, nýsköpun og verðmætasköpun til lengri tíma. 

Atvinnustefnan var unnin í samráði við íbúa, atvinnurekendur og aðra lykilhagaðila. Hún byggir á greiningu á styrkleikum og tækifærum svæðisins og leggur áherslu á að nýta sérstöðu Ölfuss á ábyrgan hátt, styrkja innviði og skapa umhverfi sem styður við nýsköpun og áframhaldandi þróun atvinnulífsins. 

„Með samþykktri atvinnustefnu er lagður skýr grunnur að markvissri atvinnuuppbyggingu í Ölfusi. Stefnan gefur sveitarfélaginu sameiginlega sýn og betri forsendur til að taka ákvarðanir sem styðja við stöðugt og öflugt atvinnulíf til framtíðar,“ 
segir Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss. 

Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss.

Skýr áhersla á sjálfbærni og framtíðartækifæri

Í atvinnustefnunni er lögð sérstök áhersla á uppbyggingu grænna Iðngarða, hafnartengda starfsemi, matvælaiðnað, menntun og nýsköpun, auk ferðaþjónustu, menningar og skapandi greina. Jafnframt er lögð rík áhersla á öfluga og sjálfbæra innviði, þar sem aðgengi að orku, landi, samgöngum og þjónustu er lykilforsenda árangurs. 

„Atvinnustefnan er mikilvægur leiðarvísir fyrir áframhaldandi uppbyggingu grænna Iðngarða í Ölfusi. Hún styður við langtímahugsun, sjálfbæra nýtingu auðlinda og skapar skýrari ramma fyrir samstarf, ný verkefni og framtíðaruppbyggingu,“ 
segir Eva Lind Guðmundsdóttir, verkefnastjóri grænna iðngarða hjá Ölfus Cluster. 

Samþykkt atvinnustefnan skapar traustan grunn fyrir næstu skref, þar sem unnið verður að mótun aðgerðaráætlunar, innleiðingu og eftirfylgni í samstarfi við sveitarfélagið og aðra hagaðila. Stefnan er ætlað að þróast áfram í takt við samfélagið, reynslu og ný tækifæri, og nýtast sem lifandi leiðarvísir í áframhaldandi uppbyggingu og þróun atvinnulífs í Ölfusi. 

👉 Atvinnustefna Ölfuss 2025-2030