Á ársfundi ÖC sem haldinn var 16. maí sl. urðu all nokkrar breytingar á stjórn. Inn komu þau Haukur Þór Haraldsson frá Verkís, Sigrún Gunnarsdóttir frá RST-Net og Hrafnhildur Árnadóttir frá Frostþurrkun. Við bjóðum þennan flotta hóp velkomin í stjórn, samhliða því sem við viljum þakka fráfarandi stjórnarfólki fyrir þeirra framlag, en þau eru Unnur Brá Konráðsdóttir starfsmaður hjá Umhverfis- orku- og loftslagsráuneytinu, Hafsteinn Helgason hjá Eflu og Jens Garðar Helgason hjá IceFish.
Ný stjórn ÖC fyrir starfsárið 2024-2025 er þá skipuð eftirfarandi fulltrúum:

Sigrún Gunnarsdóttir
sölu og markaðstjóri RST Net

Hrafnhildur Árnadóttir
framkvæmdastjóri, Frostþurrkun

Áshildur Bragadóttir
nýsköpunar- og þróunarstjóri, Lbhí

Jóhannes Gíslason
forstöðumaður sölu- og markaðssviðs GeoSalmo

Elliði Vignisson
bæjarstjóri Ölfus

Haukur Þór Haraldsson
viðskiptaþróunarstjóri, Verkís

Grétar Ingi Erlendsson
markaðsstjóri Black Beach Tours, formaður bæjarráðs Ölfus