Upptökur og glærur frá vinnustofu

Haldið í Ölfus Cluster að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn
Þriðjudaginn, 5. apríl kl. 14:00 – 16:00

Aðilar að Ölfus Klasanum, frumkvöðlar og aðrir sem vinna að nýsköpun, vöruþróun og rannsóknum var boðið til vinnustofu þar sem farið var í gegnum ferlið hvernig hugmynd verður að fullgerðri afurð.

Dagskrá

Styrkjakerfið og stoðumhverfið

14:00 Opnun Vinnustofu
14:05 Matís – Jónas R. Viðarsson – Hvað er í boði fyrir frumkvöðla í matvælageiranum
14:25 Orkídea – Sveinn Aðalsteinsson og Helga Gunnlaugsdóttir – Leiðir til árangurs
14:45 Umræður
14:50 Kaffi pása

Sannar sögur

15:00 Good Spirit Only – Benedikt Hreinsson
15:15 Fersk Þurrkun – Hrafnhildur Árnadóttir
15:30 Landeldi – Rúnar Þór Þórarinsson
15:45 Umræður
15:50 Lokun Vinnustofu

Nánari lýsing á frummælendum og efnistökum

Linkar á glærur og upptökur má nálgast með því að smella á viðkomandi íkona.

Styrkjakerfið og stoðumhverfið

Matís

Matís er opinbert hlutafélag sem hefur það hlutverk að tryggja matvælaöryggi, bæta lýðheilsu og auka verðmæti íslenskra matvæla. Fyrirtækið var stofnað við sameiningu fjögurra opinberra stofnanna á sviði matvælarannsókna og líftækni. Matís hefur komið að og stýrt fjölmörgum innlendum sem erlendum verkefnum sem byrjuðu á teikniborði frumkvöðla og enduðu sem hilluvara í verslunum landsmanna. Matís mun fara yfir hvaða stuðning frumkvöðlum í matvælageirum stendur til boða þ.e. hvaða styrkjamöguleikar og innviðir eru til staðar, hvað beri að varast og hvernig sé unnt að auka líkur á árangri.

Jónas R. Viðarsson
Orkídea

Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun í orkutengdri matvælaframleiðslu á Suðurland. Markmið Orkídeu er að virkja, efla og greiða leið frumkvöðla og vera farvegur fyrir nýsköpun á sviði matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi.  Orkídea mun fara yfir ferli nýsköpunar og leiðir til árangurs m.a. varðandi umsóknaskrif og þannig stuðlað að því að hugmynd geti orðið að afurð á markaði

Sveinn Aðalsteinsson
Helga Gunnlaugsdóttir

Sannar sögur

Good Spirit Only

Benedikt Hreinsson, frumkvöðull og með yfir 30 ára reynslu í að koma drykkjavöru á markað.  Segir frá Good Spirit Only ehf., nýju frumkvöðlafyrirtæki í drykkjavöruframleiðslu, og af hverju þeir ákváðu að hefja framleiðslu á áfengum drykkjum sem höfðu engan markað hérlendis. Hvaða hindranir hafa verið á leiðinni og hvernig þeir sjá framhaldið fyrir sér.

Benedikt Hreinsson
Fersk þurrkun

Hrafnhildur Árnadóttir frumkvöðull, Fersk Þurrkun.  Hrafnhildur er að vinna að því að koma upp frostþurrkunarþjónustu fyrir matvælaframleiðendur á Íslandi og segir frá því hvaða leiðir hún hefur farið við að fjármagna verkefnið og hvernig hún sér fyrir sér næstu skref við að setja upp vinnsluna

Hrafnhildur Árnadóttir

Umsjón: