Geo Salmo ehf. ætlar sér stóra hluti í landeldi í Ölfusi en áform eru uppi um að reisa eldisstöð fyrir 24 þúsund tonn af laxi. Jens  Þórðarson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og leiðir hóp sérfræðinga í laxeldi í verkefninu. Til þess að auka skilvirkni og tengjast svæðinu mun GeoSalmo nýta sér aðstöðu Versins fyrir starfsmenn sína á Svæðinu. Við hjá Ölfus Cluster bjóðum Geo Salmo velkomna til leiks í Ölfus og hlökkum til þess að sjá verkefnið fá á sig mynd.