Góðir gestir í heimsókn

Hafnarsambandið þingaði í Vestmannaeyjum í gær og í dag en fyrir brottför til Eyja heimsóttu þau okkur hingað í Hamingjuna til að heyra af uppbyggingunni hér og auðvitað til að taka út framkvæmdirnar við höfnina. Með í för voru Valur Rafn sem leiddi hópinn, Lúðvík formaður hafnasambands og hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafnar, Björn Arnaldsson hafnarstjóri í Snæfellsbæ og Dóra Björk Gunnarsdóttir hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar. Undirritaður (Páll Marvin) og Benni hafnastjóri Þorlákshafnar tókum á móti hópnum og upplýstu hópinn um allt það helsta sem er að gerast í hamingju Höfninni.