Nýtt landslag í klasaþróun og nýsköpun er alþjóðleg ráðstefna sem stendur nú yfir í Reykjavík. Markmið ráðstefnunnar er að ýta undir og efla faglega þekkingu fólks á klasaþróun og nýsköpun ásamt því að efla tengsl, byggja upp traust, fá innblástur og læra af hvert öðru.
 
Í gær, 7. nóv. fóru ráðstefnugestir í heimsóknir og tókum við á móti þeim hér í Ölfusi. Þau byrjuðu á að heimsækja First Water þar sem að Eggert Þór Kristófersson tók á móti þeim og sagði þeim frá fyrirtækinu og uppbyggingu á laxeldi á svæðinu. Síðan tókum við á móti þeim í Ölfus Cluster þar sem Sigurður Steinar Ásgeirsson sagði frá startup fyrirtækinu Freezdry, Jóhannes Gíslason sagði frá GeoSalmo og Páll Marvin Jónsson sagði frá starfsemi Ölfus Cluster og uppbyggingunni á svæðinu.