Laxeldi er í mikilli sókn í landinu og í umræðuþættinum Harmageddon frá 22. maí 2020 takast á tvö sjónarmið um ágæti laxeldis. Það voru þeir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic wildlife Fund og Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sem tókust þarna á en þarna er velt upp fjölmörgum spurningum um laxeldi almennt og þá sérstaklega eldi í sjó sem er gagnrýnt er harkalega af Jóni Kaldal. Við hvetjum áhugasama til að hlusta á þáttinn því farið er um víðan völl í málinu og velt við ýmsum steinum.

Í Ölfusi eru mikil áform um uppbyggingu á eldi í landi þar sem notast er við hreint vatn og endunýjanlega orku.

Hér er linkurinn á þáttinn!