Les- og vinnustofa fyrir nemendur

Ölfus Cluster í samstarfi við Sveitafélagið Ölfus hefur opnað les- og vinnustofu fyrir háskólanemendur og starfsmenn fyrirtækja. í ljósi þess að nær öll háskóla kennsla er nú kennd í fjarkennslu og oft er lítill friður til náms og vinnu á heimilum fólks þá er ætlunin að gera tilraun með að bjóða upp á aðstöðu í bókasafni Þorlákshafnar milli klukkn 8:00 og 17:00 alla virka daga. Búið er að setja upp aðstöðu í fyrstu hæð ráðhússins að Hafnarbergi 1, 815 Ölfusi.

Nánari upplýsingar má fá hjá undirrituðum í síma: 694-1006 eða með því að senda tölvupóst á netfangið pmj@olfus.is.