Upplýsingar
- Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn
- + 354 694 1006
- info@olfuscluster.is
Rannís auglýsir eftir umsóknum í ,,Markáætlum um samfélagslegar áskoranir”
Sjóðurinn er ætlaður Háskólum, fyrirtækjum og rannsóknarstofnunum sem vinna saman á ákveðnu fræðasviði eða þverfaglegum fræðasviðum á grundvelli vandaðra rannsóknaráætlana.
Markmiðið er að leiða saman þekkingu og styrkleika mismunandi fagsviða, tækni- og fræðigreina og þannig stuðla að auknum skilningi á íslensku samfélagi og umhverfi. Finna lausnir og styðja við fjölbreytt og nýsköpunarmiðað samfélag á tímum örra breytinga. Umsóknafrestur er til 1. september 2020 kl. 16:00.
Við hvetjum fyrirtæki og rannsóknarstofnanir í Ölfus að kynna sér málið, sjá nánar á heimasíðu RANNÍS og í handbók um Markáætlun.