Matvælasjóður

OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í MATVÆLASJÓÐ

Umsóknarfrestur er til 29. febrúar 2024.

Hér færðu nánari upplýsingar um sjóðinn: Matvælasjóður vor 2024 .
Reglur sjóðsins má finna í handbók Matvælasjóðs.

Hægt er að senda inn fyrirspurnir á netfangið matvaelasjodur@mar.is. Fyrirspurnin skal merkt í efnislínu með þeim flokki sem hún varðar (Bára, Kelda, Afurð eða Fjársjóður). Ef fyrirspurnin er almenns eðlis skal merkja hana „Almennt“ í efnislínu.

Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum:

  • Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi og fleytir hugmynd yfir í verkefni.
  • Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.
  • Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og leiða af sér afurð, sem er þó ekki tilbúin til markaðssetningar
  • Fjársjóður styrkir sókn á markaði og hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri.

Ef þú hefur hugmynd að verkefni þá er þér einnig velkomið að senda okkur línu hér í Ölfus Cluster og við reynum að leiðbeina ykkur eftir bestu getu.

Páll Marvin Jónsson – pmj@olfuscluster.is
Kolbrún Hrafnkelsdóttir – kolbrun@olfuscluster.is