Kynningarfundur í Ölfus Cluster 17. ágúst kl. 9:00

Frá 2005 hefur North Atlantic Seafood Forum (NASF) verið árviss viðburður þar sem stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi hittast í Bergen til að kynna sér helstu nýjungar og bera saman bækur. Að þessu sinni verður NASF haldið dagana 5. – 7. mars 2024 og er búist við að um 1.000 manns sæki viðburðinn. Fulltrúar Íslands hafa verið duglegir að taka þátt í dagskránni og er þess vænst að svo verði einnig að þessu sinni. Andre Akse, framkvæmdarstjóri NASF, mun því halda kynningarfund hjá Ölfus Cluster fimmtudaginn 17. ágúst kl 9:00 að til að hvetja íslensk fyrirtæki og frumkvöðla til að sækja Bergen heim í mars á næsta ári og nýta sér þau tækifæri sem NASF hefur upp á að bjóða.

Vinsamlegast staðfestið þátttöku með því að senda póst á pmj@olfus.is

Andre Akse framkvæmdastjóri NASF

Markhópur þessarar þriggja daga ráðstefnu hefur jafnan verið stjórnendur í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum þ.e. tækjaframleiðendur, markaðsfyrirtæki, bankar, tryggingafélög, flutningsaðilar, ráðgjafafyrirtæki o.s.frv. Búist er við um 1.000 þátttakendum frá 400 fyrirtækjum og 40 löndum. Dagskráin samanstendur að þessu sinni af 25 málstofum þar sem haldnar verða um 200 framsögur. Öll stærstu laxeldis og fóðurfyrirtæki heimsins kynna sína starfsemi og stefnu (þ.á.m. voru Arnarlax, Ice Fish Farm, Landeldi og Stolt með kynningar á NASF23), og greiningarfyrirtæki fara yfir stöðu og útlit markaða fyrir sjávarfang, svo fátt eitt sé talið til. 

Ef stiklað er á stóru yfir dagskránna, þá verkja eftirfarandi málstofur sérstaka athygli:

  • Aquaculture salmon market
  • Land-based aquaculture and new tech
  • Aquafeed summit
  • Global whitefish summit
  • Pelagic industry summit
  • Shrimp summit
  • Sustainability seminar
  • Seafood investor seminar
  • Optimal brood stock quality

Fyrir sprotafyrirtæki og frumkvöðla er sérlega áhugavert að kynna sér nýsköpunarkeppni sem haldin er sem hluti af NASF. Gefst þar 10 frumkvöðlum tækifæri til að kynna sýnar lausnir og keppa um vegleg verðlaun. Mun Andre meðal annars kynna þessa keppni á kynningarfundinum 17. ágúst.

Hvetjum við sem flesta til að mæta til að kynna sér NASF24 í Ráðhúsi Þorlákshafnar, Hafnarbergi 1, á fimmtudaginn kl 9:00.