Þriðjudaginn 31. maí, kynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, formaður matsnefndar niðurstöður úthlutunar úr Lóu, nýsköpunarsjóð fyrir Landsbyggðina. Um er að ræða nýjan sjóð sem ætlað er að styðja við nýsköpunarstarf á Landsbyggðinni. Fram kom í máli Kolbrúnar að alls fengu 29 verkefni af 236 umsóknum styrk og sökum fjölda og gæða umsókna var heildar úthlutun hækkuð úr 100 millj. í 150 milljónir. Það er ánægjulegt að segja frá því að Ölfus Cluster fékk úthlutað 7 millj. til að stofna sjálfseignarfélag utan um nýsköpunar- og þekkingarklasa í samstarfi við frumkvöðla og fyrirtæki í Ölfusi. Mikil og hröð uppbygging atvinnulífs er að eiga sér stað í Ölfusi og ljóst er að styrkurinn mun nýtast til að hlúa að þeirri uppbyggingu og styðja við og ýta undir frekari nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Markmiðið er að auka verðmætasköpun með því að styrkja samkeppnistöðu með öflugu samstarfi innan klasans, auka þekkingu og hvetja til nýsköpunar og nýrra tæknilausna í matvælaframleiðslu.
Við óskum öðrum þeim sem fengu úthlutuðum styrk til hamingju með styrkinn, þökkum ráðherra fyrir framlag til uppbyggingu nýsköpunarstarfs á landsbyggðinni og úthlutnar- og matsnefnd fyrir að hafa trú á verkefninu. Hér má nálgast kynningu ráðherra og frétt um úthlutunina: