Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga og lögaðila.

Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Ráðstöfunarfé Matvælasjóðs samanstendur af fjárveitingu af fjárlögum hverju sinni og öðrum tekjum eftir því sem þeim er til að dreifa.

Við hvetju fyrirtæki og einstaklinga með hugmyndir að verkefnum að kynna sér málið á heimasíðu sjóðsins. Við hjá Ölfus Cluster munum góðfúslega aðstoða og leiðbeina aðilum varðandi umsóknarferlið ef þess er óskað.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sjóðsins:

https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/matvaeli-og-matvaelaoryggi/matvaelasjodur/

En einnig er hægt að senda e-mail á undirritaðan.
Páll Marvin Jónsson
Verkefnastjóri
pmj@olfus.is