About

Örþing í Ölfusi

Matvælaframleiðsla á krossgötum

Upptaka frá Örþingi í Ölfusi, Matvælaframleiðsla á krossgötum

Því miður reyndist hljóðupptaka í fyrirspurnum ekki næjgjanlega góð og því var sá hluti klipptur út.

25. ágúst 2020

Matvælaframleiðsla á krossgötum

Þann 25. ágúst stóð Ölfus Sveitafélag í samstarfi við Ölfus Cluster fyrir Örþingi sem bar yfirskriftina “Matvælaframleiðsla á Krossgötum”

Á næstu 40 árum þarf mannkynið að framleiða jafn mikið af mat og það hefur gert seinustu 8000 árin. Þar ræður fjölgun mannkynsins og vöxtur millistéttarinnar. Þetta verður ekki gert nema með nýrri hugsun og nýrri nálgun. Í Ölfusi eru allar aðstæður til stórsóknar. Í matvælaframleiðslu. Þessi mál verða rædd á örþingi í Ölfusi

Heiðursgestir þingsins voru þeir Guðlaugur Þór Þórðarsons, utanríkisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Hér að neðan er hægt að nálgast myndbönd af einstökum frummælendum ásamt glærum þar sem það á við.

Inngangur fundarstjóra, Elliða Vignissonar, bæjarstjóra.

Author picture

Næstu 40 ár þarf mannkynið að framleiða jafnmikið eða meira af fæðu en það hefur gert á síðustu 8000 árum!

Erindi Jens Garðars Helgasonar framkvæmdastjóra Laxa ehf

Author picture

Ef rétt er staðið að málum og vilji er fyrir hjá stjórnvöldum þá getum við búið til útflutninsgrein sem mun eftir nokkur ár verða með 100 milljarða í útflutningsverðmæti sem er jafn mikið og íslenski þorskurinn er að gefa okkur í útflutningsverðmæti í dag.

Erindi Ingólfur Snorrasonar framkvæmdastjóra Landeldi ehf.

Author picture

Við erum í kjöraðstöðu í dag hér á Íslandi. Það er ekki sjálfgefið að framkvæmdaaðilar, frumkvöðlar geti komist í þær aðstæður eins og hér sem eru algjörlega á heimsmælikvarða.

Bryndís Pjetursdóttir markaðs- og sölustjóra Icelandic Glacial

Author picture

,,Ölfus Spring” lindin er vottuð sjálfbær lind og við nýtum um 0,01% af auðlindinni sem annars myndi renna til sjávar.

Erindi Gunnars Þorgeirssonar framkvæmdastjóra Ártanga ehf.

Author picture

Nú er búið að laga samgögnur til Evrópu svo um munar og eins og við horfum á þetta í dag þá eru gríðaleg tækifæri í að reisa ylræktarver á Íslandi sem telur í tugum hektara. Í fyrsta lagi þá eigum við nóg land og eins og fram hefur komið þá eigum við fullt af drykkjarvatni, en grænmeti eins og t.d. gúrkur og tómatar eru um 85% bara vatn.

Erindi Kristins Hafliðasonar framkvæmdastjóra Vaxa ehf

Author picture

Við þurfum að fara hugsa öðruvísi um matvælaframleiðslu, svarið okkar er fólgið í tækninni sem við erum að færa fram upp á Hellisheiði.

Erindi Páls Marvins Jónssonar framkvæmdastjóra Ölfus Cluster

Author picture

Gróflega áætlað þá eru um 70% íbúa landsins í aðeins um 40 mínótna aksturfjarlægð frá Þorlákshöfn sem gerir það að verkum öll framleiðsla á svæðinu á mjög greiðan aðgang inn á innlendan markað.