About

Örþing í Ölfusi

Laxeldi á landi, staða og horfur

9. desember 2020

5/5

Laxeldi á landi

Frummælendur og stjórnandi þingsins

Friðjón Friðjónsson

Framkvæmdastjóri og eigandi KOM ráðgjafar

Sigurður I. Jónsson

Forsvarsmaður
Fiskeldi Ölfus

Elliði Vignisson

Sveitastjóri Ölfus og stjórnandi þingsins

Dagskrá þingsins

Framtíð landeldis og tækifæri Íslands

Friðjón Friðjónsson, stjórnarmaður í Íslandsstofu.

 Áform Fiskeldis Ölfus

Sigurður I. Jónsson, Forsvarsmaður FÖ

 Fyrirspurnir og umræðu

Upptaka frá þinginu:

Fyrir liggur að umhverfi landeldis er við það að valda straumhvörfum í laxeldi.  Forstjóri Akva group  spáir því til að mynda að fjárfesting í landeldi næsta áratuginn muni nema nærri 2.500 milljörðum ísk. og framleiðslan ná 800.000 tonnum árið 2030.  Flestum er ljós að samkeppnishæfi landeldis mun aukast á sama tíma þar sem leyfi fyrir sjókvíaeldi verða torsóttari og dýrari.  Tækifæri Íslands eru stór hvað þetta varðar.

Í Ölfusi er nú þegar unnið mjög markvisst að nýtingu þessara sóknarfæra.  Fyrirtækið Landeldi ehf. hefur þegar lokið umhverfismati vegna fyrsta áfanga og stefna að framleiðslu á allt að 20.000 tonnum af laxi á ári.  (5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. innan lóða Laxabrautar 21, 23 og 25 vestan Þorlákshafnar, Sveitarfélaginu Ölfusi | Öll mál í kynningu | Skipulagsstofnun).  Þá hefur Fiskeldi Ölfus þegar fengið úthlutað lóð til fulleldis á Laxi og stefna á framleiðslu á 20.000 tonnum af laxi á ári (Fiskeldi Ölfuss stefnir á 20.000 framleiðslu af laxi á ári – Auðlindin (audlindin.is)) auk þess sem Kaupfélag Skagfirðinga heldur á lóðarétti á svo kallaðri Keflavíkurlóð og horfir þar til frekari starfsemi tengdri landeldi.  Vel gæti því svo farið að hér við Þorlákshöfn verði framleidd allt að 50.000 tonn á ári af fullöldum laxi á næstu árum.  Útflutningsverðmæti slíkrar framleiðslu gætu hæglega numið 50 til 60 milljörðum á ári.

Þessi mál og önnur tengd munum við ræða á vefráðstefnu Ölfus Cluster um landeldi á miðvikudaginn.  Hægt er að sækja ráðstefnuna í gegnum vefsíðuna www.olfuscluster.is   (skráning með tölvupósti á pmj@olfus.is)  Ánægjulegt væri ef þið, ágætu viðtakendur, hefðuð tök á að fylgjast með umræðunni.