Upplýsingar
- Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn
- + 354 694 1006
- info@olfuscluster.is
Þann 25. ágúst n.k. mun Ölfus Sveitafélag í samstarfi við Ölfus Cluster standa fyrir Örþingi sem ber yfirskriftina “Matvælaframleiðsla á Krossgötum”. Á næstu 40 árum þarf mannkynið að framleiða jafn mikið af mat og það hefur gert seinustu 8000 árin. Þar ræður fjölgun mannkynsins og vöxtur millistéttarinnar. Þetta verður ekki gert nema með nýrri hugsun og nýrri nálgun. Í Ölfusi eru allar aðstæður til stórsóknar. Í matvælaframleiðslu. Þessi mál verða rædd á örþingi í Ölfusi.
Heiðursgestir þingsins verða þeir Guðlaugur Þór Þórðarsons, utanríkisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Örþinginu verður einnig streymt á Facebook síðu Ölfus Cluster.
Dagskrá þingsins:
15:00: Örþingið sett – Elliði Vignisson
15:10: Laxeldi í sjó – Jens Garðar Helgason gerir grein fyrir starfsemi Laxa og vexti fyrirtækisins með áherslu á hlutfall laxeldis á heimsmarkaði sjávarafurða og verðmætasköpun á Íslandi.
15:25: Laxeldi á landi – Ingólfur Snorrason gerir grein fyrir fyrirtækinu Landeldi sem stefnir að fulleldi á allt að 20.000 tonnum af laxi í landkvíum á næstu árum.
15:40: Gunnar Þorgeirsson fjallar um möguleika til stórvaxtar grænmetisframleiðslu á Íslandi.
15:55: Kristinn Hafliðason fjallar um tækifæri smáþörungaræktar og tilurð fyrirtækisins Algeainnovation.
16:10: Bryndís Pjetursdóttir gerir grein fyrir vexti og tækifærum vatnsútflutnings frá Íslandi með áherslu á fyrirtækið Icelandic Glacial.
16:25: Páll Marvin Jónsson framkvæmdastjóri Ölfus BIOcluster, Þekkingarseturs Ölfus gerir grein fyrir auðlindum Ölfus og hvernig nýta megi þær til framleiðslu á matvælum.
16:50: Léttar veitingar.
17:00: Umræða, Q&A.
Vegna sóttvarna eru áhugasamir beðnir um að skrá sig í síma 480-3800 eða með pósti á pmj@olfus.is.