Upplýsingar
- Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn
- + 354 694 1006
- info@olfuscluster.is
Ölfus Cluster mun veita nemendum sem eru í fjarnámi aðstöðu til próftöku og sjá um prófyfirsetu. Þeir nemendur sem þurfa á slíkri aðstöðu að halda er bent á að óska tímalega eftir heimild frá viðkomandi skóla og í kjölfarið að hafa samband við ÖC.
Grunnskóli Þorlákshafnar hefur á undanförnum árum veitt þessa þjónustu en vegna COVID- smitáhættu þykir ekki æskilegt að utanaðkomandi séu að koma í skólann. Það er hins vegar mikilvægt að geta veitt þessa þjónustu í Sveitafélaginu og því mun Ölfus Cluster taka á móti nemum á háskóla- og framhaldsskólastigi á bókasafni Þórlákshafnar að Hafnarbergi 1.
Vinsamlegast sendið fyrirspurn um próftöku með upplýsingum um dag- og tímasetningu á fyrirhuguðu prófi ásamt upplýsingum um skóla, námsgrein og tengilið/kennara á netfangið info@olfuscluster.is
Einnig er hægt að fá nánair upplýsingar hjá undirrituðum:
Páll Marvin Jónsson
Framkvæmdastjóri
Netfang: pmj@olfus.is
Sími: +353 694 1006