Í gær var undirritaður samningur BMJconsultancy, Ölfus Cluster og Landeldis ehf um orkutengd málefni. Samningurinn tengist núverandi og fyrirhugaðri starfsemi fyrirtækja innan Ölfus Cluster við Þorlákshöfn og snýr að samantekt á núverandi og áætlaðri orkuþörf og aðgengi að veitum á svæðinu.

Málefnið er brýnt enda mikilvægt fyrir svæðið að fyrir liggji upplýsingar um afhendingaröryggi og mögulegum takmörkunum á orkuafhendingu inn á svæðið. Unnið verður að frekari gagnaöflun og gerð áætlun um raforkuþörf ásamt þörf fyrir hitaveituvatn til notkunar fyrir fyrirtæki innan Sveitarfélagsins Ölfus, undir formerkjum Ölfus Cluster.

Leitað verður hagkvæmustu leiða til að mæta raforku og veituþörfum ásamt því að vinna áætlun sem lögð verður til grundvallar við endurskoðun á kerfisáætlun veitufyrirtækja á svæðinu.