Upplýsingar
- Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn
- + 354 694 1006
- info@olfuscluster.is
Úthlutað hefur verið styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands samkvæmt tillögum fagráða sem fjalla um umsóknirnar. Hægt var að sækja um annars vegar atvinnu- og nýsköpunar verkefni og hins vegar menningar tengd verkefni. Fram kemur á heimasíðu SASS að um er að ræða síðari úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Mikill fjöldi umsókna barst til sjóðsins að þessu sinni eða alls 165 umsóknir. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 72 umsóknir eða 44% af heild og 93 umsóknir í flokki menningarverkefna eða 56% af heild. Til úthlutunar voru 40 milljónir sem skiptust jafnt á flokkana.
Alls fengu 31 verkefni styrk í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna eða 43% verkefna sem sóttu um og 54 verkefni í flokki menningarverkefna 58% þeirra sem sóttu um.
Þrjú atvinnu- og nýsköpunarverkefni innan Ölfus og í samstarfi við Ölfus Cluster fengu styrk upp á samtals 2,6 milljónir sem er 13% af styrkjum til atvinnu- og nýsköpunarverkefna. Verkefnin sem fengu styrki voru Fullvinnsla á eldislaxi (1 milljón), Salt Súrsað grænmeti (1 milljón) og Fullvinnsla á sæbjúgum (600 þús.). Nánar upplýsingar um úthlutunina má nálgast á heimasíðu SASS.
Ölfus Cluster óskar styrkhöfum til hamingju með styrkina sem er í raun ekki bara fjárhagslegur stuðningur heldur einnig klárlega viðurkenning á verkefnið og hvatning til styrkhafa um enn frekari sókn á sviði atvinnu- og nýsköpunnar.