Ánægjuleg frétt fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem horfa til grænna nýsköpunarlausna. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur styrkt Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vegna viðskiptahraðalsins Sóknarfæri í nýsköpun. Markmið verkefnisins er að auka hvata til nýsköpunar á Suðurlandi, með sérstakri áherslu á hringrásarhagkerfið. Jafnframt því að kynna stoðkerfi nýsköpunar á Suðurlandi og hrinda af stað fjölbreyttum nýsköpunarverkefnum á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála.

Sjá nánar: á vef stjórnarráðsins.