Ánægjulegt að segja frá því að Artec Aqua sem hefur samið við Geo Salmo um hönnun og uppbyggingu landeldisstöðvar í Þorlákshöfn leitar nú að starfsfólki til að vinna að uppbyggingu verkefnisins hér í Ölfusi. 

Artec Aqua óskar nú eftir að ráða í starf staðarstjóra á byggingarstað. Virkilega ánægjulgt að sjá að byrjað er að ráða starfsfólk til að vinna að verkefninu hér á svæðinu en verkefnið er bæði metnaðarfullt og krefjandi og ljóst að verkefnið á eftir að skapa fjölmörg störf bæði á byggingartíma og síðan langtíma störf þegar stöðin hefur rekstur.

Fyrir áhugasama þá er hér hlekkur á atvinnuauglýsinguna: Staðarstjóri á byggingarstað | Artec Aqua (alfred.is).