Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna búgreina

Þann 9. apríl opnaði Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fyrir umsóknir um styrki til rannsóknar- og þróunarverkefna búgreina. Í auglýsingu frá ráðuneytinu kemur fram að um er að ræða styrki sem áður vour undir umsjá Framleiðslusjóðs landbúnaðarins. Strykjunum er ætlaða að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greinunum.  Verkefni eru ráðgjafar-, kynningar-, rannsókna- eða tilraunaverkefni sem og, vöruþróunar- og endurmenntunarverkefni.

Nánar um sjóðinn má nálgast á heimasíðu ANR, eða hér: Stjórnarráðið | Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna búgreina (stjornarradid.is)