Upplýsingar
- Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn
- + 354 694 1006
- info@olfuscluster.is
Í samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus auglýsir Ölfus Cluster eftir umsóknum um sumarstörf fyrir námsmenn. Um er að ræða ráðningu í 100% starf í 2,5 mánuði á tímabilinu 25.maí -15.september nk.
Við auglýsum nú eftir sumarstarfsmanni í skipulags- og hönnunarvinnu fyrir Þorláksskóga.
Markmið: Að vinna með verkefnastjórn Þorláksskóga og skipulagsteymi sveitarfélagsins við að hanna og skipuleggja Þorláksskóga sem er 4620 hektara landsvæði sem umlykur þéttbýli Þorlákshafnar. Unnið hefur verið að því að græða landið og planta trjám og eru verkefni sumarsins m.a. að skipuleggja aðgengi inn á svæðið, hanna útvistarsvæði og göngustíga og skipuleggja upplifunar- og afþreyingarsvæði. Starfstöð er í Ölfus Cluster að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn
Nemandi: Um er að ræða sumarstarf fyrir nemanda í arkitektúr, landslagsarkitektúr, landafræði eða greinum sem nýtast við framkvæmd verkefnisins.
Nánari upplýsingar er hægt fá með því að senda fyrirspurn á netföngin pmj@olfus.is og sandradis@olfus.is.
Verða fleiri sumarstörf auglýst á næstu vikum og hvetjum við nemendur og áhugasama um að fylgjast með á heimasíðu Sveitafélagsins eða Ölfus Cluster.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 25. apríl. Umsóknir sendist á netfangið pmj@olfus.is, merkt (subject): Sumarstarf Þorláksskógar 2022.
Umsókn þarf að innihalda CV og kynningarbréf.