Upplýsingar
- Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn
- + 354 694 1006
- info@olfuscluster.is

Í gær tilkynnti Thor landeldi ehf að lokið hafið verið við að klára 4 ma.kr. fjármögnun fyrir áframeldið hjá þeim. Thor stefnir á að hefja jarðvinnu í sumar og koma fyrstu seiðum í áframeldi næsta sumar. Ætlunin er að reisa níu stóra tanka í áframeldinu. Fyrstu hrognin koma í seiðaeldið á næstu vikum.
Sjóðurinn IS Haf leiðir hlutafjáraukninguna hjá Thor sem einnig naut stuðnings frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur og þremur innlendum lífeyrissjóðum. Þessi hlutafjáraukning mun tryggja að félagið getur klárað næsta áfanga við uppbyggingu á 4.750 tonna áframeldi. Fyrsta slátrun á laxi hjá Thor Landeldi er áætluð um haustið 2027.
Við fögnum þessu mikilvæga skrefi með Thor Landeldi og er sérlega ánægjulegt að sjá hér verða að veruleika í Ölfusi sjálfbæra og hátæknivædda matvælaframleiðslu. Thor Landeldi fær hrós fyrir frábæran árangur við uppbyggingu á landeldinu og framsýna nálgun í þróun vistvænna fiskeldis.
Hægt er að lesa um málið hér hjá Innherja.