Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.

Texti úr áliti:

„Skipulagsstofnun telur ljóst að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðra framkvæmda verði sjónræns eðlis og áhrif á landslag. Þorlákshafnarlína 2 frá Kolviðarhóli að Sandfelli verður lögð að mestu leyti um svæði sem ber nú þegar ýmis merki röskunar eða mannvirkja. Í þessu áliti hefur Skipulagsstofnun vakið athygli á því sjónarmiði að leggja eigi háspennulínur sem mest um þegar röskuð svæði eða í grennd við núverandi mannvirki í stað þess að fara um ósnortin svæði og raska stórum landslagsheildum með mannvirkjagerð.“