You are currently viewing Þorlákshöfn styrkir stöðu sína sem alþjóðleg vöruhöfn
default

Þorlákshöfn styrkir stöðu sína sem alþjóðleg vöruhöfn

Þorlákshöfn styrkir stöðu sína sem alþjóðleg vöruhöfn með samningi við Torcargo, sem felur í sér reglubundnar siglingar og samstarf um uppbyggingu á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn. Torcargo hefur einnig keypt Kuldabola ehf., sem rekur frystivöruhótel á svæðinu. Gert er ráð fyrir að fyrsta skip Torcargo, Idunn, komi til Þorlákshafnar frá Rotterdam 9. júní og marki upphaf nýrrar siglingaleiðar. Torcargo mun nýta aðstöðuna í Þorlákshöfn sem aðalhöfn sína á Íslandi fyrir áætlunarsiglingar milli Íslands og Evrópu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir samninginn vera mikla lyftistöng fyrir uppbyggingu hafnarsvæðisins og Stefán H. Stefánsson, forstjóri Torcargo, telur að aðstaðan í Þorlákshöfn sé vel staðsett sem miðstöð flutningaþjónustu.

Fréttinn er unnin upp úr pistli á Ellidi.is, sjá nánar hér: Stefnumarkandi risa samningur við Torcargo

Allar fréttir

Skildu eftir svar