Þorlákshöfn styrkir stöðu sína sem alþjóðleg vöruhöfn

Þorlákshöfn styrkir stöðu sína sem alþjóðleg vöruhöfn með samningi við Torcargo, sem felur í sér reglubundnar siglingar og samstarf um uppbyggingu á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn. Torcargo hefur einnig keypt Kuldabola ehf., sem rekur frystivöruhótel á svæðinu. Gert er ráð fyrir að fyrsta skip Torcargo, Idunn, komi til Þorlákshafnar frá Rotterdam 9. júní og marki upphaf nýrrar siglingaleiðar. Torcargo mun nýta aðstöðuna í Þorlákshöfn sem aðalhöfn sína á Íslandi fyrir áætlunarsiglingar milli Íslands og Evrópu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir samninginn vera mikla lyftistöng fyrir uppbyggingu hafnarsvæðisins og Stefán H. Stefánsson, forstjóri Torcargo, telur að aðstaðan í Þorlákshöfn sé vel staðsett sem miðstöð flutningaþjónustu.

Fréttinn er unnin upp úr pistli á Ellidi.is, sjá nánar hér: Stefnumarkandi risa samningur við Torcargo