Upplýsingar
- Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn
- + 354 694 1006
- info@olfuscluster.is
Við elskum áskoranir og ein okkar helsta áskorun er að gera alla framleiðslu í landinu sjálfbæra. Við vinnum eftir auðlindastefnu Ölfus sem segir að vöxtur svæðisins skuli byggja á gildum sjáfbærnis og hins græna og bláa hagkerfis.
Allt frá stórum alþjóðlegum verkefnum til vöruþróunar og/eða nýsköpunar í samstarfi við fyritæki og frumkvöðla.
Á sviði atvinnumála, við stofnun og rekstur fyrirtækJa með áherslu á umhverfisvæna matvælaframleiðslu.
Vettvangur samstarfs og samvinnu fyrirtækja og stofnanna á svæðinu með áherslu á græna og bláa hagkerfið.
Ölfus Cluster vinnur að uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu en með sérstakri áherslu á sjálfbæra matvælaframleiðslu. Starfsvæðið er sveitafélagið Ölufs en verkefnin teygja sig víða um land og þá sérstaklega Suðurland.
Ölfus Cluster veitir ráðgjöf á sviði atvinnumála almennt en með áherslu á umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Starfssvæðið er allt Suðurland með megin áherslu á Ölfus og nærliggjandi sveitafélög.
Ráðgjöfin felst í aðstoð við stofnun og rekstur fyrirtækja á starfssvæðinu, svo sem við markaðssókn, vöruþróun og nýsköpun og aðstoð við gerð umsókna til fjármögnunar á einstaka verkefnum.
Framkvæmdastjóri
Páll hefur víðamikla reynslu í stjórnun verkefna og í að draga saman þekkingu og færni ólíkra aðila til að vinna að lausnum og nýsköpun.
Ölfus Cluster hefur á að skipa einvala hópi fólks með mikla reynslu úr atvinnulífinu, opinberri stjórnsýslu og rannsókna- og fræðastarfi.
Hópurinn hefur þá sameiginlegu sýn hjá Ölfus Cluster að efla og styðja við atvinnulífið á svæðinu með hugmyndafræði hins græna og bláa hagkerfis að leiðarljósi.
Bæjarstjóri Ölfus
Elliði er stjórnarformaður ÖC, hann er sálfræðingur að mennt og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Nýsköpunar- og þróunarstjóri
Áshildur er viðskiptafræðingur með MSc í Stjórnun og stefnumótun. Hún hefur víðtæka stjórnunarreynslu frá stórum og smáum fyrirtækjum og stofnunum.
Forstöðumaður sölu- og markaðssviðs
Jóhannes starfar sem forstöðumaður sölu og markaðsmála hjá GeoSalmo. Hann er með meistaragráðu í alþjóða viðskiptafræði og býr yfir mikilli reynslu í sölu og markaðssetingu á eldisfiski.
Sölu- og markaðsstjóri
Sigrún er lögfræðingur að ment og starfar sem sölu og markaðsstjóri RST Net. RST Net er ráðgjafa og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í orkuiðnaði.
Framkvæmdastjóri
Hrafnhildur er frumkvöðull að upplagi en hún er m.a. stofnandi og framkvæmdastjóri Frostþurrkunar.
Markaðsstjóri
Grétar starfar sem markaðsstjóri hjá Black Beach Tours en er jafnframt formaður Bæjarráðs Ölfus. Hann er einnig fyrrum snillingur í körfubolta.
Viðskiptaþróunarstjóri
Haukur Þór stundaði nám í líffræði og viðskiptafræði og starfar nú sem Viðskiptaþróunarsjóri hjá Verkís.